Þeytið saman eggjarauður, vatn og sítrónusafa með töfrasprotinn eða handþeytara.
Bræðið smjörið hellið því í mjórri bunu saman við eggjarauðurnar á sama tíma og haldið er áfram að þeyta. Sósan er smökkuð til með salti og pipar ef vill.
Það er hægt að gera ýmis tilbrigði við þessa sósu, breyta henni í karrýsósu eða nota kryddjurtir eins og estragon, herb de provence eða ítalska kryddblöndu. Eins má gera eftirréttasósu með því að nota vanillu eða bökunarkrydd.