Brúnaðir smjörmolar

200 g smjör (ósaltað, saltað eða blanda af báðum)

(½ tsk salt, ef bara ósaltað smjör er notað)

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið (og salt) í potti við meðal-háan hita.
  2. Hrærið í þar til froða byrjar að myndast. Þegar smjörið byrjar að taka karamellulit (og ilma) undir froðunni, má pottinn það af hellunni. Sumir vilja hafa bitana aðeins dekkri, þá er smjörið hitað örlítið lengur, en það þarf að passa að það brennur fljótlega eftir að það byrjar að brúnast.
  3. Látið kólna aðeins áður en smjörinu er helt í súkkulaðimót eða á smjörpappírsklæddan bakka en þá er hægt að brjóta plötuna í minni mola.

 

Geymt í kæli. Hægt að borða í eftirrétt eða sem smjör í kaffið.