Eggjabúðingur Bellu sem eftirréttur
Eggjabúðingur Bellu sem eftirréttur 4 egg Vatn í sama magni og eggin (má líka nota rjóma eða rjóma og vatn) Vanilludropar og/eða bökunarkrydd Salt Fjögur egg sett í mælikönnu og fyllt upp með jafn miklu af vatni. Vanillu og salti bætt út í. Blandað vel saman með gafli. Sett í mót og gufusoðið við vægan hita, þar til blandan er hæfilega stíf. Búðingurinn á að verða flauelsmjúkur. Ef hann verður of stífur, jafnvel kornóttur, þá hefur hann verið soðinn við of háan hita eða of lengi. Borinn fram heitur með smjöri/brúnuðu smjöri ef vill, eða kaldur.
Crème brûlée
Crème brûlée 4 eggjarauður 1 tsk vanilludropar 5 dl rjómi Pískið eggjarauðurnar með vanillunni og setjið til hliðar. Hitið rjómann að suðu (hræra vel) og takið af hellunni rétt áður en suðan kemur upp. Hellið litlu af rjómanum út í eggjahræruna og pískið saman. Haldið áfram að bæta rjóma í litlum skömmtum og píska á milli, þar til allt er blandað saman. Hellið í eldfast mót sem stendur til hálfs í vatni í ofnskúffu. Bakið í 30 mín. við 165°C. Kælið. Áður er rétturinn er borinn fram er hann grillaður í ofninum í 2 mín. eða þar til yfirborðið hefur brúnast.
Skinkusalat
Skinkusalat 4 harðsoðin egg 4 msk mjúkt smjör (meira eða minna eftir smekk) 150 g hrein skinka Aðferð: Eggin skorin í kross í eggjaskera og hrært saman við smjörið ásamt skinkunni. Má krydda ef vill. Borðað eintómt, sem meðlæti eða ofan á skinku eða vöfflu. Hægt að skipta skinkunni út fyrir t.d. 150 g hangikjöt eða stökkt beikon, 1 dós af túnfiski, stofuheitar rækjur, þurrsteikt hakk eða annað sem hugurinn girnist. Ágætt að setja smjörið síðast til að ákvarða hæfilegt magn og áferð.
Einfalt eggjasalat
Einfalt eggjasalat 5 harðsoðin egg 4 msk mjúkt smjör (meira eða minna eftir smekk) Eggin skorin í kross í eggjaskera og hrært saman við smjörið. Má krydda ef vill. Borðað eintómt, sem meðlæti eða ofan á skinku eða vöfflu.
Eggjarauðusalat
Eggjarauðusalat 4 harðsoðnar eggjarauður 6 msk mjúkt smjör Aðferð: Stappað lauslega saman (áferð eftir smekk). Má krydda ef vill. Borðað eintómt, sem meðlæti eða ofan á skinku eða vöfflu.
Eggjarauðubúðingur
Eggjarauðubúðingur 4 eggjarauður 4 msk vatn 2 msk smjör Vanilla (ef vill) Blandið vel saman og setjið í form eða krukku. Gufusjóðið þar til blandan hefur stífnað. Berið fram heitt með smjöri. Líka góður kaldur án smjörs
Eggjabúðingur Bellu
Eggjabúðingur Bellu 4 egg Vatn í sama magni og eggin, má líka nota gott kjötsoð Salt Aðferð: Fjögur egg sett í mælikönnu og fyllt upp með jafn miklu af vatni og salti bætt út í. Blandað vel saman með gafli. Sett í mót og gufusoðið við vægan hita, þar til blandan er hæfilega stíf. Búðingurinn á að verða flauelsmjúkur. Ef hann verður of stífur, jafnvel kornóttur, þá hefur hann verið soðinn við of háan hita eða of lengi.
Ostavöfflur (Chaffle)
Ostavöfflur (Chaffle) 1 egg Hálfur bolli rifinn ostur (eða eftir smekk) Pískið eggið og bætið síðan ostinum út í. Bakið í vöfflujárni, gjarnan belgísku eða sérstöku chaffle-járni. Deigið má bragðbæta með kryddum sem passa við það sem á að borða með þeim. Þær henta vel hreinar í stað brauðs, s.s. pylsubrauð eða hamborgarabrauð. Líka hægt að borða með áleggi eða í grillaða samloku. Má bæta við vanillu og örfáum möndludropum eða bökunarkryddi til að hafa þær sem eftirrétt. Á netinu eru fullt að chaffle-uppskriftum með allskonar hugmyndum. Það þarf bara að passa að margar þeirra eru með innihaldsefni sem alls ekki passa á þessu mataræði, en oft hægt að nota hugmyndina.
Oopsiekaka
Oopsiekaka 4 egg 115 g rjómasostur 1/4 tsk cream of tartar Salt Vanilludropar (ef kakan er notuð sem eftirréttur) Skiljið egginn. Stífþeytið eggjahvíturnar með cream of tartar. Þeytið eggjarauðurnar í annarri skál með rjómaostinum og salti (vanilludropum). Blandið eggjahvítunum varlega saman við. Mótið hæfilegar kökur á plötu með bökunarpappír eða setjið í smurt form og bakið við 150°C í um 25 mín, eða þar til kökurnar eru farnar að taka smá lit. Þessar kökur er hægt að nota sem hamborgarabrauð, brauðsneiðar eða með mat. Það er líka hægt að nota þær sem tertubotn, rjómabollu eða annan eftirrétt.
Eggjarauðuvöfflur
Eggjarauðuvöfflur 4 eggjarauður 2 msk smjör Lyftiduft á hnífsoddi Vanilludropar (ef þetta er notað sem eftirréttur) Aðferð: Þeytt saman og bakað í vöfflujárni. Hægt að nota sem hamborgarabrauð eða í eftirrétt.