Eggjabúðingur Bellu sem eftirréttur

Eggjabúðingur Bellu sem eftirréttur 4 egg Vatn í sama magni og eggin (má líka nota rjóma eða rjóma og vatn) Vanilludropar og/eða bökunarkrydd Salt Fjögur egg sett í mælikönnu og fyllt upp með jafn miklu af vatni. Vanillu og salti bætt út í. Blandað vel saman með gafli. Sett í mót og gufusoðið við vægan hita, þar til blandan er hæfilega stíf. Búðingurinn á að verða flauelsmjúkur. Ef hann verður of stífur, jafnvel kornóttur, þá hefur hann verið soðinn við of háan hita eða of lengi.   Borinn fram heitur með smjöri/brúnuðu smjöri ef vill, eða kaldur.

Crème brûlée

Crème brûlée 4 eggjarauður 1 tsk vanilludropar 5 dl rjómi Pískið eggjarauðurnar með vanillunni og setjið til hliðar. Hitið rjómann að suðu (hræra vel) og takið af hellunni rétt áður en suðan kemur upp. Hellið litlu af rjómanum út í eggjahræruna og pískið saman. Haldið áfram að bæta rjóma í litlum skömmtum og píska á milli, þar til allt er blandað saman. Hellið í eldfast mót sem stendur til hálfs í vatni í ofnskúffu. Bakið í 30 mín. við 165°C. Kælið. Áður er rétturinn er borinn fram er hann grillaður í ofninum í 2 mín. eða þar til yfirborðið hefur brúnast.