Skinkusalat
Skinkusalat 4 harðsoðin egg 4 msk mjúkt smjör (meira eða minna eftir smekk) 150 g hrein skinka Aðferð: Eggin skorin í kross í eggjaskera og hrært saman við smjörið ásamt skinkunni. Má krydda ef vill. Borðað eintómt, sem meðlæti eða ofan á skinku eða vöfflu. Hægt að skipta skinkunni út fyrir t.d. 150 g hangikjöt eða stökkt beikon, 1 dós af túnfiski, stofuheitar rækjur, þurrsteikt hakk eða annað sem hugurinn girnist. Ágætt að setja smjörið síðast til að ákvarða hæfilegt magn og áferð.
Einfalt eggjasalat
Einfalt eggjasalat 5 harðsoðin egg 4 msk mjúkt smjör (meira eða minna eftir smekk) Eggin skorin í kross í eggjaskera og hrært saman við smjörið. Má krydda ef vill. Borðað eintómt, sem meðlæti eða ofan á skinku eða vöfflu.
Eggjarauðusalat
Eggjarauðusalat 4 harðsoðnar eggjarauður 6 msk mjúkt smjör Aðferð: Stappað lauslega saman (áferð eftir smekk). Má krydda ef vill. Borðað eintómt, sem meðlæti eða ofan á skinku eða vöfflu.
Eggjarauðubúðingur
Eggjarauðubúðingur 4 eggjarauður 4 msk vatn 2 msk smjör Vanilla (ef vill) Blandið vel saman og setjið í form eða krukku. Gufusjóðið þar til blandan hefur stífnað. Berið fram heitt með smjöri. Líka góður kaldur án smjörs
Eggjabúðingur Bellu
Eggjabúðingur Bellu 4 egg Vatn í sama magni og eggin, má líka nota gott kjötsoð Salt Aðferð: Fjögur egg sett í mælikönnu og fyllt upp með jafn miklu af vatni og salti bætt út í. Blandað vel saman með gafli. Sett í mót og gufusoðið við vægan hita, þar til blandan er hæfilega stíf. Búðingurinn á að verða flauelsmjúkur. Ef hann verður of stífur, jafnvel kornóttur, þá hefur hann verið soðinn við of háan hita eða of lengi.