Smjördrykkur
Smjördrykkur 2 eggjarauður2 msk mjúkt eða bráðið smjörvanilludroparbökunarkrydd (má sleppa)2,5 dl sjóðandi vatn 1. Eggjarauður, vanilla og smjör eru þeytt saman með töfrasprota eða handþeytara. Vatninu er hellt út í á meðan haldið er áfram að þeyta. Drukkið heitt eins og kaffi latte.
Orkudrykkur
Orkudrykkur 1 msk sítrónu- eða limesafi 1 ml (1 g) Lífsalt (fæst m.a. í Krónunni og Hagkaup, í hillu hjá öðru matarsalti) 2 – 3 dl hreint sódavatn Aðferð: Safi og salt sett í glas og sódavatni er helt yfir. 1 ml / 1 g af salti er um 0,15 – 0,20 tsk eða góður hnífsoddur. Saltið má líka blanda til helminga með góðu borðsalti. Þennan drykk er gott að drekka í byrjun þegar mataræðinu er breytt. Þá hefst oft mikil vatnslosun og rafvakar skolast út í leiðinni, sem getur valdið þreytu, höfuðverk og sleni. Í söltunum eru rafvakar sem bæta þetta upp. Síðar í ferlinu er þetta oftast óþarfi. Þessi drykkur hentar líka vel í staðinn fyrir gos og er góð leið til að venja sig af því, hvort sem um er að ræða sykrað eða sykurlaust gos.
Marilyn Monroe
Marilyn Monroe 2 eggjarauður 2 msk rjómi Vanilludropar eða kökukrydd ef vill Klakar Egg og rjómi þeytt saman með þeytara eða töfrasprota. Kokteilglas hálffyllt með klaka og froðunni helt yfir.
Kaldur kaffidrykkur
Kaldur kaffidrykkur 2,5 dl kalt kaffi með rjóma (hlutföll eftir smekk) Vanilludropar (og ögn af möndludropar ef vill) Klakar Klakar settir í hátt glas og kaffinu helt yfir. Fyllt upp með ísköldu vatni ef vill.
Kaffi “latte”
Kaffi “latte” 2 msk smjör, brúnað smjör eða tólg2,5 dl heitt kaffi Smjörið og kaffið þeytt saman með þeytara eða töfrasprota. Ef smjörið er vel bráðið er hægt að nota lítinn batterís freyðara. Það má einnig bæta við kanil, engifer, brúnkökukryddi út í, eða vanilludropum.
Þeyttir smjörmolar
Þeyttir smjörmolar 250 g stofuheitt smjör250 g bráðið brúnað smjör (volgt), sjá uppskrift Brúnaðir smjörmolar Þeytt saman í hrærivél þar til áferðin orðin mjög létt. Má setja vanilludropa eða kökukrydd. Sett í sprautupoka og búnar til fallegir molar. Kælt og sett í krukku. Geymist lengi í ísskáp.
Brúnaðir smjörmolar
Brúnaðir smjörmolar 200 g smjör (ósaltað, saltað eða blanda af báðum) (½ tsk salt, ef bara ósaltað smjör er notað) Aðferð: Bræðið smjörið (og salt) í potti við meðal-háan hita. Hrærið í þar til froða byrjar að myndast. Þegar smjörið byrjar að taka karamellulit (og ilma) undir froðunni, má pottinn það af hellunni. Sumir vilja hafa bitana aðeins dekkri, þá er smjörið hitað örlítið lengur, en það þarf að passa að það brennur fljótlega eftir að það byrjar að brúnast. Látið kólna aðeins áður en smjörinu er helt í súkkulaðimót eða á smjörpappírsklæddan bakka en þá er hægt að brjóta plötuna í minni mola. Geymt í kæli. Hægt að borða í eftirrétt eða sem smjör í kaffið.
Þeytt smjör
Þeytt smjör 250 g stofuheitt smjör 250 g brætt smjör (volgt) Aðferð: Þeytt saman í hrærivél þar til áferðin orðin mjög létt. Hægt að bæta við ýmsum kryddum, t.d. estragon, salvíu, hvítlauksduft, laukduft, chilli eða pipar. Geymt í krukku (eða krukkum með mismunandi kryddi) í kæli. Borið fram með steik.
Töfrasmjörsósa
Töfrasmjörsósa 3 msk vatn 8 msk kalt smjör Aðferð: Hitið vatnið þar til það fer að sjóða. Setjið eina matskeið af smjöri í vatnið og hrærið þar til það hefur bráðnað. Endurtakið þar til smjörið klárast. Þessa sósu má bragðbæta með alls kyns kryddum og einnig má nota soð í stað vatns.
Smjörmæjónes
Smjörmæjónes 2 eggjarauður 200 g brætt smjör (volgt) 1 tsk sítrónusafi 1 tsk eplaedik (eða annað edik) Salt ½ tsk ósætt og hveitilaust sinnep ef vill (eða chilli, hvítlauksduft, tabasko, shiratsa) Allt nema smjörið þeytt saman með töfrasprota eða handþeytara. Haldið áfram að þeyta samhliða því sem smjörinu er hellt í mjórri bunu út í blönduna og þeytt þar til hún hefur þykknað. Geymt í krukku í ísskáp. Má taka fram og ná stofuhita til að fá mýkri áferð. Hægt að skipta smjörinu út fyrir tólg, svínafitu, andafitu eða beikonfitu.