Kryddsmjör – grunnuppskrift
Kryddsmjör – grunnuppskrift 100 g stofuheitt smjör Kryddjurtir og krydd eftir smekk (t.d. hvítlaukur, dill, sítrónubörkur, svartur pipar, rósapipar, kóríander, basilika, sinnep, chili…) Hært saman með gafli. Rúllað inn í plastfilum og kælt. Sneitt niður og borið fram með steik.
Hollandaisesósa
Hollandaisesósa 2 eggjarauður 1 tsk kalt vatn 1 tsk sítrónusafi eða hvítvínsedik 200 g brætt smjör salt og nýmalaður pipar Þeytið saman eggjarauður, vatn og sítrónusafa með töfrasprotinn eða handþeytara. Bræðið smjörið hellið því í mjórri bunu saman við eggjarauðurnar á sama tíma og haldið er áfram að þeyta. Sósan er smökkuð til með salti og pipar ef vill. Það er hægt að gera ýmis tilbrigði við þessa sósu, breyta henni í karrýsósu eða nota kryddjurtir eins og estragon, herb de provence eða ítalska kryddblöndu. Eins má gera eftirréttasósu með því að nota vanillu eða bökunarkrydd.
Gráðostarjómi
Gráðostarjómi 100 g gráðostur 2 dl rjómi Þeytið rjómann og stappið gráðostinn með gafli. Blandið öllu saman, má vera kekkjótt. Borið fram með steik.
Fetaostsrjómi
Fetaostsrjómi 200 g hreinn fetaostur 2 dl rjómi 1 msk rifinn sítrónubörkur hvítlauksduft svartur pipar Þeytið rjómann og stappið fetaostinn með gafli. Blandið öllu saman, má vera kekkjótt. Borið fram með steik, fiski, rjómalöguðum súpum eða sem álegg.