
Þjónusta

Almenn markþjálfun
Markþjálfun er leið til að ná betri árangri í einstökum viðfangsefnum eða lífinu almennt. Markþjálfun felst í samtölum þar sem leitast er við móta skýra sýn á viðfangsefnið, setja markmið og finna leiðir til að ná þeim. Markþjálfun miðar að því að hjálpa þér við að skapa þá umbreytingu sem þú vilt sjá í lífinu.
Samtalstímar eru á netinu eða á staðnum eftir samkomulagi.
Þjónustan er í þróun og er hluti af þjálfun í fræðunum.
Kynningarverð: 2.400 kr. fyrir stakan tíma / fleiri tímar samkvæmt samkomulagi.

Carnivore-námskeið
Þriggja mánaða námskeið. Sérsniðið prógramm auk upplýsinga og ráðgjafar um carnivore-fæðið.
Ráðgjöfin hefst á kynningu, við förum yfir stöðuna hjá þér og skoðum hver markmið þín eru. Í framhaldinu færðu senda sérsniðna dagskrá til eins mánaðar í senn. Við fundum síðan reglulega og förum yfir árangurinn og/eða vandamál sem mögulega hafa komið upp. Við leitum leiða til að bæta árangur og vellíðan. Áhersla er lögð á að læra að hlusta á líkamann og mæta þörfum hans með viðeigandi næringu. Einnig að miða lausnir við þínar aðstæður, s.s. hvað varðar bakgrunn, heilsu, vinnu, heimilishald eða félagslegar aðstæður. Eftir námskeiðið áttu að vera komin með góð tök á carnivore-fæðinu, hafa fundið þá leið sem hentar þér best, þannig að þú getir tekið fulla ábyrgð á eigin heilsu.
Samtalstímarnir eru á netinu eða á staðnum eftir samkomulagi.
Þjónustan er í þróun og er hluti af þjálfun í fræðunum.
Kynningarverð: 14.400 kr. fyrir einstakling / 21.400 kr. fyrir par / stærri hópar samkvæmt samkomulagi.

Ráðgjöf – lágkolvetna-fæði
Almenn ráðgjöf um carnivore-, keto- og/eða lágkolvetna-fæði. Bæði fyrir byrjendur sem vilja kynna sér mataræðið og lengra komna sem eru að leita að lausnum á einstökum atriðum.
Stakir tímar, á netinu eða á staðnum eftir samkomulagi.
Þjónustan er í þróun og er hluti af þjálfun í fræðunum.
Kynningarverð: 2.400 kr. fyrir stakan tíma / fleiri tímar samkvæmt samkomulagi.

Kynningartími
Endilega hafðu samband og við bókum ókeypis kynningarfund um markþjálfun eða ráðgjöf varðandi mataræði. Engin skuldbinding um að kaupa aðra þjónustu.