Um mig

Ég heiti Erla Bryndís. Ég hef yfir áratugar reynslu af lágkolvetna mataræði og síðustu árin hef ég einbeitt mér að carnivore fæði. Reynsla mín af þessu fæði er mjög góð og því hefur áhugi vaknað á því að hjálpa öðrum við að ná tökum á mataræðinu. 

Áhugi minn liggur í því að aðstoða fólk við að hámarka heilsuna og bera sjálft ábyrgð á henni. Ég er ICF vottaður markþjálfi frá Evolvia og býð því einnig upp á markþjálfun, samhliða ráðgjöf varðandi carnivore-fæði.

Ég hef enga heilbrigðis- eða sálfræðimenntun og mun því vísa öllum slíkum málefnum áfram til þeirra sem hafa viðeigandi menntun og þekkingu. En ég er landslagsarkitekt og í mínu námi lærði ég að allar plöntur eru að einhverju marki eitraðar – allar.

Vegferð mín

Ég hef lengi haft áhuga á hollu fæði og í fyrstu tengdist það þó fyrst og fremst því að halda sér í kjörþyngd. Það reyndist ekki auðvelt á meðan ég fylgdi hefðbundnum ráðleggingum um mataræði og ég færðist fjær markmiðum mínum eftir því sem árin liðu. 

Þegar ég kynntist lágkolvetna-mataræði fann ég strax mikinn mun á heilsu og líðan, þá fyrst fann ég að ég var við stjórn. Það var auðveldara að léttast, ýmsir kvillar hurfu og orkan var miklu meiri en ég hafði áður þekkt. Fljótlega breytti ég yfir í keto-mataræði til að ná enn meiri árangri og bætti inn reglubundnum föstum. Matur og næring þróuðust síðan yfir í að byggja nær eingöngu á afurðum úr dýraríkinu, svokallað carnivore-fæði. Hvert skref hefur leitt mig í átt að enn betri heilsu. Á þessari leið, sem hefur tekið rúman áratug, hef ég prófað ýmsar leiðir og útfærslur sem hafa reynst misgóðar. Eftir að hafa sótt námskeið í fræðunum hef ég nú öðlast dýpri þekkingu á aðferð til að ná þeim árangri að taka fulla ábyrgð á eigin heilsu. Mér hefur aldrei liðið betur og nú langar mig að deila þekkingu minni með öðrum.

Hafðu samband!

Ertu með spurningar? Vantar þig ráðgjöf um mataræðið? Viltu aðstoð við að ná markmiðum þínum? Endilega hafðu samband og við bókum ókeypis kynningarfund.