Uppskriftir

Mörgum hentar best að borða bara steik og smjör í öll mál en aðrir vilja meiri fjölbreytni. Uppskriftirnar eru hugsaðar til að auka fjölbreytni og gera matinn meira spennandi fyrir þá sem þurfa, sem er oft í byrjun þess að breyta mataræðinu.

Sumir þurfa að sleppa eða takmarka notkun á mjólkurvörum en geta þó oftast borðað smjör án þess að það komi niður á heilsunni. Þeir sem ekki þola smjör geta oft skipt því út fyrir beikonfitu, nautatólg, svínafitu, andafitu eða jafnvel ghee. Eggjahvítur geta verið bólgumyndandi og sumir þurfa að sleppa þeim alveg en geta áfram borðað eggjarauður. 

Það er best að sleppa alveg kryddi, kryddsósum, sítrussafa/-berki og kökudropum en það getur verið nauðsynlegt að leyfa sér smá tilbreytingu af og til, sérstaklega í byrjun, til að gefast ekki upp á umbreytingunni. Þessum bragðbætum er yfirleitt hægt að sleppa úr uppskriftunum. Te og kaffi er einnig best að sleppa en líkt og með krydd og bragðbæta kjósa sumir að halda þessum drykkjum inni í fæðunni a.m.k. í byrjun.

Nýjustu uppskriftirnar